Comfort snyrtistofa var stofnuð 12.mars 2007. Eigandi stofunnar er Berglind Alfreðsdóttir, snyrtimeistari og naglafræðingur. Berglind útskrifaðist frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Febrúar 2001. Hún lauk sveinsprófi ári síðar og var ein af þremur hæstu. Ári síðar lauk hún prófi sem naglafræðingur. Berglind vann á stofu 3 ár eftir útskrift en fór síðan að vinna hjá heildsölu með snyrtivörur. Þar sá hún um sölumennsku og kynningarstarf ásamt útstillingum. Árið 2005 hefur hún setið námskeið í heilun og notast við það í flestum sínum meðferðum. Vorið 2006 kláraði hún meistaranám í snyrtifræði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Berglind bætti við sig námi í náttúrulegri “varanlegri” förðun haustið 2010 eða örlitameðferð og sótti endurmenntun í því vorið 2012 og svo aftur haustið 2016 i Microblade tækni. Einnig hefur hún setið mörg námskeið ásamt starfsfólki sínu til að bæta við þekkingu sína í meðferðum og þá sérstaklega [ comfort zone ] og Skin Regimen. Berglind tók þátt í Ísmóti 2007 ( Íslandsmót iðn-og tæknigreina ) og lenti í 1. sæti með sínu tískuteymi þar sem að hlutverk hennar var að farða módelið og setja á það gelneglur. Hún hefur einnig gengt dómarastörfum í ‘islandsmóti iðn og tæknigreina hjá snyrtifræðingum framtíðarinnar.

Comfort snyrtistofa er alhliða snyrtistofa sem býður viðskiptavinum upp á mikið úrval af  andlitsmeðferðum og nokkrar af þeim hannaðar af eiganda stofunnar ásamt því að bjóða upp á  líkamsnudd. Comfort snyrtistofa er með fjölbreytt úrval meðferða sem miða að því að fullnægja mismunandi þörfum viðskiptavinarins. Nýlega bættist við þjónustuna hjá Comfort en það er Brow lift Lamination augarúna meðferð.

Comfort snyrtistofa notar eingöngu hágæða snyrtivörur í öllum sínum meðferðum og má þar helst nefna margverðlaunuðu [comfort zone] vörurnar, OPI vörurnar fyrir hendur og fætur, Essie, Alessandró handalínu Bio sculpting gelvörur (hunangsgel)

Hafa samband

Um fyrirtækið
Um fyrirtækið
  • Berglind Alfreðsdóttir
    Berglind Alfreðsdóttir Snyrtifræðingur, meistari - Naglafræðingur.

    Sérhæfð í náttúrulegri varanlegri förðun ( tattoo ) frá Novue couture og microblade tækni. Hefur sótt námskeið í nuddmeðferðum, heilun,  andlitsmeðferðum, vaxmeðferðum og fl.til að viðhalda þekkingu sinni á vörum og þjónustu. Berglind er stofnandi Comfort snyrtistofu og hefur lagt hjarta sitt við uppbyggingu stofunnar og lagt áherslu á að fólki líði vel í hverri heimsókn og að viðskiptavinir fái sömu faglegu þonustuna sama hjá hvaða fagmanni það er. Vöruúrvalið er vel valið og prófað af starfsfólki og sannreint og lagerinn er endurnýjaður mjög reglulega svo ný og fersk vara sé alltaf til staðar. Berglind hefur staðið dómgæslu í Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldin eru reglulega. Hefur sótt námskeið í Brow lift Lamination. Berglind er þekkt fyrir fagleg vinnubrögð og leggur metnað sinn í alla þá þjónustu sem hún veitir…. Þekkt fyrir góðar nuddhendur og vandvirkni.

  • Þórunn Árnadóttir
    Þórunn Árnadóttir Snyrtifræðingur, meistari - Naglafræðingur

    Þórunn hefur einstaka natni og fagleg vinnubrögð í öllu því sem hún gerir. Hefur fengið mikið lof fyrir góðar nuddhendur og vönduð vinnubrögð.. Þórunn hefur einstaklega rólega og góða nærveru og er eftirsóttur starfsmaður stofunnar og þá vinsæl î öllum meðferðum stofunnar.

    Leggur sig fram við að veita góða þjónustu er kemur að ráðgjöf í umhirðu húðar.

    Hefur reglulega sótt namskeið i andlitsmeðferðum [ comfort zone ] og skin regimen ásamt námskeiði um þær vörur. Hefur sótt námskeið í Brow lift Lamination.

    Þórunn verður í fæðingarorlofi frá 1.nóv.2022❤️

  • Bára Árnadóttir
    Bára Árnadóttir Snyrtifræðingur.

    Bára hefur mjög rólega og góða nærveru og er mjög vandvirk með mikinn metnað í því sem hún gerir. Tekur að sér allar helstu snyrtimeðferðir stofunnar. Vann við fagið á Spáni sumarið 2021 og á framtíðina fyrir sér í faginu.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search