Í var­an­legri förðun ( tattoo ) eða örlitameðferð er sett litar­efni í efri lög leðurhúðar­inn­ar. Algengt er að skerpa á augnumgjörðinni með svo kölluðum eye liner og er línan sett við hálínu augnháranna. Breiddin á augnlínunni er svo unnin í samræmi við ósk viðskiptavinar en Berglind leggur áherslu á að línan sé sem náttúrulegust og ekki mjög ýkt. Einnota nálar eru notaðar og fylgsta hreinlætis er gætt. Einnig er mjög vinsælt að gera augabrúnir en það er gert með svokallaðari Microblade tækni þar sem að líkt er eftir náttúrulega hárinu þannig að útkoman verði sem eðlilegust. Þetta er gert til að “leiðrétta augabrúnir, þétta þær og fá fallegri lögun.

Lit­ur­inn verður alltaf í húðinni en dofn­ar með tím­an­um og þess vegna er mælt með því að koma í endurkomu eftir 12-18 mánuði til að fríska upp á lit­inn. Litar­efn­in í var­an­legri förðun dofna eft­ir ákveðinn tíma þar sem þau fara ekki jafn djúpt í húðina eins og í öðru húðflúri. Lita­sam­setn­ing­in er önn­ur og þess vegna dofn­ar þetta með tím­an­um.

Varanleg förðun hentar sérstaklega vel fyrir þær sem vilja skerpa á augabrúnum eða augum vegna hármissis eða óþéttra augabrúna/augnhára eða til lagfæringar (fæstir hafa nákvæmlega eins augabrúnir). Hentar þeim sem vilja alltaf líta vel út, jafnvel þegar þær vakna, eru í ræktinni, sundi eða útivist eða svitna mikið og vilja ekki að förðunin leki af og þurfa alltaf að farða sig upp á nýtt. Hentar vel viðkæmni húð eða einstaklingum með ofnæmi, lélega sjón, einstaklinga sem eru skjálfhentir eða glíma við óstöðuleika í höndum vegna fötlunar, ms,parkisonsveiki eða liðagigt og eiga erfitt með að farða sig sjálfir.

Hentar vel einstaklingum sem hafa misst augnhár og brúnir vegna lyfjameðferðar eða eru á leið í lyfjameðferð og þá er best að koma áður en hárin minnka eða hverfa.

Berglind leggur áherslu á að undirstrika fegurðina á sem eðlilegastan hátt og leytast eftir því að hafa tattooið sem eðlilegast og náttúrulegast þannig að það sé í samræmi við hvern og einn hvað varðar lit og lögun augabrúna.

Verkið vinnur hún í samvinnu við viðskiptavinin og áður en hafist er handa má sjá nokkurnveginn endanlegt útlit. Augabrúnirnar eru mældar upp og teiknaðar útlínur og rammaðar inn svo hægt sé að sjá breidd og lögun brúna.

Lagður er fram spurningalisti til að ganga úr skugga um það hvort viðskiptavinur hafi einhverja heilsufarskvilla sem gætu haft áhrif á útkomu meðferðarinnar, t.d ofnæmi. Fullt samþykki viðskiptavinar um liti, lögun og heildarniðurstöðu meðferðarinnar áður en meðferðin hefst.  Möguleiki er á ofnæmisprófun og er greitt fyrir það sérstklega sem gengur svo upp í andvirði meðferðar.

Teknar eru fyrir og eftirmyndir. Viðskiptavinur fær leiðbeiningar um hreinlæti og umönnun eftir meðferð eru ræddar og vel útskýrðar til að bati húðarinnar verði sem bestur.

Meðferðin felur í sér 2 skipti með 5-6 vikna millibili og greitt er í upphafi meðferðar.

Hún fer vel í gegnum ferlið áður en meðferð hefst og eftirmeðferð en mikilvægt er að fylgja fyrirmælum um eftir meðferð svo að meðferðin heppnist. Húð fólks er mismunandi hvað varðar raka og fituinnihald og virðist svo vera að

Mælt er með litun á augnhárum nokkrum dögum fyrir tattoo á augnlínu.

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða tattoo fyrir krabbameinssjúka gegn greiðslukvittun hjá okkur.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search