FYRIR HERRA

Karlmenn eru í meira mæli en áður farnir að sækja snyrtistofur, enda þurfa þeir líka að hugsa um húðina og líkamann. Í boði fyrir herra eru andlits- og líkamsmeðferðir, nudd, vax, airbrush, fótsnyrting og handsnyrting. Hjá okkur fást einnig snyrtivörur frá comfort zone sem er sérstaklega hannað fyrir herra. Strákar verið velkomnir!!

HREINSUN 30-60 mín.

Fjarlægir óhreinindi, kemur jafnvægi á fituframleiðslu og skilur eftir sig hreina og matta áferð.

HERRAANDLITSBAР 75-90 mín.

Dekurmeðferð þar sem valdar eru vörur með tilliti til húðgerðar. Meðferðin felur í sér yfirborðshreinsun, djúphreinsun, kreistun ef óskað er,ambúla, nudd á axlir, háls, andlit og höfuð, maski í lokin, augnkrem og dagkrem.

HERRAANDLITSBAÐ MEÐ DJÚPRAKA 60 mín.

Endurbyggjandi meðferð fyrir þurra húð sem þarf vörn gegn umhverfisáreiti t.d vegna tíðra flugferða, sólargeislunar, erfiðra veðurskilyrða eða þeir sem vinna í þurru lofti.

HERRAANDLITSBAÐ MEÐ NÆRINGU OG ÖLDRUNARVÖRN 60 mín.

Virk yngjandi meðferð sem dregur úr hrukkum og svipbrigðalínum, örvar frumuendurnýjun og endurheimtir þéttni og áferð húðar.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search