FÓTSNYRTING 60 mín.-90 mín.

Fótsnyrting hefst á róandi fótabaði með sérstakri fótsápu. Sigg og önnur óhreinindi eru fjarlægð, neglur eru klipptar og þjalaðar og þynntar ef þarf. Naglabönd snyrt og táneglur bónaðar. Endað á nærandi fótanuddi. Lökkun fyrir þær sem vilja. ( Einnig er unnið á öðrum vandamálum eins og líkþornum, þykkum tánöglum og niðurgrónum nöglum )

Fallegt úrval naglalakka sem fæst einnig til sölu frá Opi og Essie.

LÚXUS FÓTSNYRTING 75-90 mín.

Róandi fótabað með ilmolíum. Fætur skrúbbaðir, sigg og önnur óhreinindi fjarlægð, neglur klipptar og þjalaðar og þynntar ef þarf. Naglabönd snyrt og neglur bónaðar. Fætur nuddaðir og fótmaski borin á í lokin. Notaður er sérstakur afeitrandi leirmaski frá comfort zone, unnin úr sjávarþörungum sem örvar blóð- og sogæðakerfið. Lökkun fyrir þær sem vilja.

FÓTSNYRTING MEÐ GELI OG FRENCH 90 mín.

Þegar styttist í sumarið fara margir að ganga í opnum skóm. Þá er tilvalið að dekra aðeins við fæturna og láta snyrta þær. Við bjóðum upp á gel á tær með eða án french sem er einstaklega snyrtilegt. Gelið endist í rúmlega 8 vikur. Hægt er að koma í lagfæringu og þá er efnið leyst upp og nýtt gel borið á.

LÉTT FÓTSNYRTING MEÐ GELI OG FRENCH eða OPI-GELLÖKKUN 45 mín.

Neglur eru klipptar og þjalaðar og þynntar ef þarf ( kartneglur ) pússaðar og naglabönd snyrt og undirbúnar fyrir gelið.

Val um Gel og frenh  sem endist í allt að 6 vikur eða  OPI-gellökkun sem endist í 4 vikur.

FÓTAAÐGERÐ 60 mín.

Flest fótavandamál stafa af of þröngum skóm og lélegu blóðstreymi til fótanna.

Fótaaðgerðafræðingar eru mest að meðhöndla vörtur, sveppi, niðurgrónar táneglur, líkþorn, mjög mikið sigg og sprungna hæla. Hægt er að ná góðum árangri með spangarmeðferð fyrir niðurgrónar neglur.

Algengt er að fólk fái vörtur og sveppi í táneglur jafnt sem húð og þarf það sérstaka meðhöndlun. Í sumum tilfellum þarf að leyta læknis til meðferðar á því.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search