[ comfort zone ] SÉRMEÐFERÐIR

Þessar meðferðir eru sérstaklega hannaðar af sérfræðingum [ comfort zone ] til að gefa hverri húðgerð fyrir sig sem bestan árangur. Allar meðferðirnar hefjast á “tranquillity welcome ritual” þar sem viðskiptavinurinn er boðinn velkominn í [ comfort zone ] meðferð með róandi og slakandi ilmkjarnaolíu og léttu upphafsnuddi þar sem líkami og sál stilla sig inn á áframhaldandi slökun og vellíðan.Þær fela allar í sér góða hreinsun, nudd og maska, auk þess sem mjög virk efni og sérhæfðar aðferðir eru notaðar til að ná fram markmiðum meðferðarinnar.
Á meðan maskinn bíður ( á við í 60 mín. meðferðum eða lengri ) endum við meðferðina á mjúku handanuddi frá fingurgómum til axla ásamt því að léttur þrýstingur er gefinn á helstu orkustöðvar í fótum. Til að fullkomna slökunina eru settir heitir bakstrar á axlir.

Einstök upplifun og vellíðan. Vinsælustu andlitsmeðferðir Comfort snyrtistofu.

ANDLITSMEÐFERÐ

Hægt er að velja á milli mismunandi meðferða en allar meðferðirnar innihalda yfirborðshreinsun, djúphreinsun( á ekki við þegar sýra er notuð ) virkar lausnir, nudd og maska*. Einnig er sérstakur varamaski borin á varasvæði sem er einstaklega rakagefandi og nærandi.

*nema í Ný húð ný ásýnd og active boost 30 mín.

ENDURNÝJANDI SÚREFNISMEÐFERÐ  60 mín. Renight

Meðferðin hentar líflausri húðgerð sem vantar vítamínboost og næringu í húðina t.d eftir veikindi.

VERNANDI OG JAFNVÆGISGEFANDI MEÐFERР 60 mín. Remedy

Meðferðin er sérhönnuð fyrir viðkvæma, háræðaslitna og roðgjarnar húðgerðir. Hún styrkir húðina og háræðarnar, einnig róar hún, sefar og gefur góða vörn. Þessi meðferð vinnur mjög vel á fitu-og rakaþurrki.

STINNANDI OG FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ 45/60 MÍN. Skin regimenAfeitrandi andlitsmeðfderð. Nýtt

Fyrir húðgerðir sem eru farnar að sýna fyrstu merki öldrunar. Stinnir og gefur húðinni nýjan ljóma. Notaðar eru mjög virkar lausnir sem smjúga djúpt ofaní húðina og veita góða virkni gegn hrukkum. Sérsniðið japanskt nudd fyrir andlit og háls sem losar um eiturefni í bandvef húðar.

Nudd  á herðar og handleggi eykur enn frekar á árangur og slökun í 60 mín meðferðinni.

Skin regimen línan fékk verðlaun árið 2013 fyrir bestu virkni gegn öldrun húðar.

Skin regimen er núna sjálfstætt vörumerki og ekki lengur undir [ comfort zone ] merkinu en er þó framleitt af Daviness group eins og áður.

Ný og endurbætt húðvörulína sem sama nafn en nýja nálgun, Séstaklega hugsuð og þróuð vörulína með afeitrunar eiginleikum fyrir fólk undir miklu álagi og streitu en birtingar mynd húðar er þurrkur og föl húð.  Dásamlegar vörur sem hleypa lífi og ljóma í húðina.

LÚXUS STINNANDI MEÐFERÐ 30/60 mín. Sublime skin

Fyrir húðgerðir sem vantar lyftingu og stinningu í húðina. Notaðar eru mjög virkar lausnir með ávaxtasýrum og peel booster sem 2 faldar virkni meðferðarinnar (30-55% sýrur). Sérsniðið nudd fyrir andlit, háls, herðar og handleggi eykur enn frekar á árangur og slökun sem fæst í 60 mín. meðferðinni.

Active lift 60 mín. er virkasta meðferðin okkar til að vinna á fínum línum og hrukkum og vinnur á teygjanleika húðar. Sjáanlegur munur strax!

Active boost er 30 mín. meðferð sem byggist á sýrulausn og peel booster ásamt herða og höfuðnuddi. Árungurinn er þéttari og frísklegri húð.

Sublime skin línan fékk Nóbelsverðlaun árið 2015 fyrir rannsóknir á bak við micro-rna sem á að draga úr línum og þétta húðina.

DJÚPRAKAGEFANDI MEÐFERÐ 30-60 mín. Hydramemory

Einstakur raki og næring fyrir tilstilli trehalose og betaglucan bæta húðinni rakatap. Meðferð sem hentar öllum húðgerðum á öllum aldri. Einstaklega gott fyrir þurrar húðgerðir.

Í 30 mín. meðferðinni er beitt sérstöku yfirborðsnuddi sem örvar sogæðakerfið.

HREINSANDI MEÐFERÐ  75 mín. Active purness

Húðhreinsun þar sem húðin er létt hreinsuð auk þess að fá sérhæft Comfort Zone nudd. Frábært fyrir alla með lítilvæg óhrenindi í húð en vilja einnig gott dekur.
Meðferðin endar á djúphreinsimaska sem sefar húðina og slær á roða.

LÚXUS HREINSANDI MEÐFERÐ  90 mín. Active purness

Húðhreinsun þar sem húðin er fullkomlega hreinsuð auk þess að fá sérhæft Comfort Zone nudd. Frábært fyrir alla með óhreina húð sem einnig vilja fá gott dekur.

Meðferðin endar á mjög virkum lúxusmaska sem unnin er úr sjávarríkinu og er einkar hreinsandi, róandi og endurnýjandi fyrir húðina. Húðin geislar af hreinleika og jafnvægi!

ÁVAXTASÝRUMEÐFERР 45/60 mín.

Mild meðferð sem örvar frumuendurnýjun, gefur húðinni jafna áferð, aukin raka og fallegan ljóma.

Vinnur á bóluvandamálum, örum, hrukkum, fínum línum og litaflekkjum.

Mælt er með kúrum ( 4-6 skipti ) til að fá hámarks árangur!
Hægt er að bæta peel booster við kúrinn fyrir 2 falda virkni en það er mat hverju sinni.

Bjóðum upp á tvenns konar sýrumeðferðir Sublime og Skin Regimen.

Organic andlitsmeðferð 60 mín. Sacret nature.

Þessi meðferð er einstök þar sem vörurnar sem notaðar eru, eru þær hreinustu sem hægt er að fá í heiminum eða 99,1% hreinar. Meðferðin hefst á yndislegu fótanuddi og fótamaska en svo er nærandi nudd fyrir andlit háls og herðar ásamt maska í lok meðferðar.

Hér eru fætur nuddaðir í stað handa.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search