STINNANDI AUGN- OG VARAMEÐFERÐ 30 mín.
Augnsvæði hreinsað á mildan hátt. Varir nuddaðar með sérstökum kornahreinsi sem er sérstaklega rakagefandi og hreinsandi. Augnsvæði nuddað í 10 mín með nærandi nuddkremi. Stinnandi augnpúðar lagðir í kring um augu og sérstakur varamaski borin á varir sem nærir og mýkir og gerir varirnar þrýstnari. Augnkrem borið á í lok meðferðar. Yngir upp svæðið kringum augun, dregur úr þrota, baugum og línum, veitir djúpa næringu og vörn. Vinsæl meðferð með litun og plokkun eða sem viðbót inn í andlitsmeðfeðum!
LITUN
Litur er borin á augnahár og/eða brúnir sem endist í 4-8 vikur, fer eftir einstaklingum og svæði sem er litað. Langflestir okkar viðskipta koma á 5-6 vikna fresti í litun á brúnum en litur á augnhárum endist í allt að 8 vikur. Með litun á augnahárum virka augnahárin lengri og þéttari og litun á augabrúnirnar og mótun hefur lengi vel verið vinsælasta meðferð snyrtistofa. Bjóðum upp á nokkra litatóna og veitum faglega ráðgjöf hvað fer hverri og einni/einum.
Það hefur verið tíska í augabrúnum í gegnum áratugina envið lítum svo á að augabrúnir skipti miklu máli og þarf að passa viðkomandi andliti og karakter.
Notaðir eru hágæða litir sem eru eingöngu seldir til fagfólks með góða endingu að leiðarljósi. Hentar öllum sem vilja skerpa augnsvæðið en einnig vel þeim sem eiga erfitt með að maskara sig, eru með ofnæmi eða augnsjúkdóma eða eru mikið í sundi. Algengur misskilningur er að margir halda að maskarinn komi í staðinn fyrir litunina en það er ekki rétt!
Við bjóðum upp á marga liti og litablöndur sem við blöndum fyrir hvern og einn og höfum náð frábærum árangri með litablöndur fyrir þær/þá sem vilja skerpa náttúrulegan lit í brúnum. Þetta á helst við þá sem eru ljósir yfirlitum eða eru rauðhærðir.
Litun og plokkun Deluxe.
Með litun og pl./vaxi fylgir nudd og augnmaski. 55 mín.
All flestir viðskiptavinir okkar finna engann sviða í augum meðan á litun stendur eða þegar hann er þrifin af 😉
Lash lift og Brow lift Lamination.
Lash lift.
Lash lift eða augnhárapermanent er frábær leið til að fá augnhárin með meiri sveigju og hntar því einstaklega vel þeim sem hafa bein augnhár eða þeim sem vilja meiri sveigju og verður því brettarinn óþarfur en augun virðast stærri við þessa meðferð og hægt er að lita augnhárin samtímis.
Brow lift Lamination.
Brow lift Lamination er frekar ný meðfrð hér á landi en hefur hlotið mikilla vinsælda sérstaklega hjá konum sem hafa mjóar, fíngerðar augabrúnir og vilja breikka þær örlítið eðaþær sem hafa grófar og óstírlát hár og geta þá ráðið betur við að greiða hárin svo þau haldist í fallegri lögun. Sumar sem hafa breiðar brúnir hafa kosið þessa meðferð svo hárin liggi meira upp á við í stað þess að liggja niður sem þau leyta gjarnan í. Hentar öllum og smekkur manna misjafn í þessum efnum en Comfort snyrtistofa leggur mikið upp úr því að útlit okkar sé sem eðlilegast og nátturulegast með smá “touchi” og getur heimsókn á snyrtistofu svo sannarlega hjálpað til með að bæta útlit og auka vellíðan.
Litur er borin á augnahár og/eða brúnir sem endist í 4-8 vikur, fer eftir einstaklingum og svæði sem er litað. Langflestir okkar viðskipta koma á 5-6 vikna fresti í litun á brúnum en litur á augnhárum endist í allt að 8 vikur. Með litun á augnahárum virka augnahárin lengri og þéttari og litun á augabrúnirnar og mótun hefur lengi vel verið vinsælasta meðferð snyrtistofa. Bjóðum upp á nokkra litatóna og veitum faglega ráðgjöf hvað fer hverri og einni/einum.