COMFORT SNYRTISTOFA

Markmið Comfort snyrtistofu er að bjóða upp á fyrsta flokks vöru og þjónustu í notalegu umhverfi.
Helstu meðferðirnar eru ýmsar andlitsmeðferðir, litanir, vaxmeðferðir, farðanir, fótsnyrtingar, handsnyrtingar, gelneglur, heitsteinanudd og airbrush brúnkumeðferð.

Comfort snyrtistofa býður öllum viðskiptavinum sínum upp á ráðgjöf um val á snyrtivörum ásamt vali á meðferðum sem í boði eru.

Hjá Comfort snyrtistofu starfar fagfólk með margra ára reynslu í snyrtifræði!

Eingöngu eru notaðar viðurkenndar hágæða snyrtivörur í öllum meðferðum, comfort zone kremlína fyrir andlit og líkama, Nee förðunarvörur, Bio sculpting gel, OPI gel, Essie og Alessandro fyrir hendur og fætur,  og so-do brúnkuefni (Airbrush).

Comfort snyrtistofa er aðildarfélagi í Félagi Íslenskra Snyrtifræðinga (FÍSF) og Samtökum Iðnaðarinns (SI)

[ comfort zone ] eru ítalskar hágæðavörur sem uppfylla ströngustu skilyrði um gæði og árangur. Árið 2006 voru þær verðlaunaðar fyrir bestu spa vörulínu í Evrópu, í Asíu 2008 bestu herravörurnar í Kína 2010 auk margra annarra verðlauna fyrir gæði og árangur sem hafa birst í helstu tískutímaritum heimsins. Árið 2018 Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á virkni micro-rna sem þéttir húðina.

Hugsjón [ comfort zone ] er að veita fólki einstaka upplifun sem það fær hvergi annars staðar. Leitast er við að örva öll skynfæri viðskiptavinarins; snertiskyn, sjón, heyrn, bragðskyn og lyktarskyn. Útkoman er uppbygging húðarinnar, andleg vellíðan og slökun, sem ásamt jurtateum byggja upp einstaklinginn bæði að innan og utan. Sérfræðingar [ comfort zone ] vita að húðmeðferð er ekki fulkomin nema heildarvellíðan, innri slökun og næring fylgi með.

Við bjóðum eingöngu upp á gelneglur úr Bio Sculpture Gel naglaefni en það er gert úr náttúrulegu efni og upprunnið í Suður Afríku. Bio Sculpture hunangsgelneglur er í raun naglameðferð sem styrkir og bætir náttúrulegar neglur. Neglurnar verða harðar en samt sveigjanlegar og fá náttúrulega og gljáandi áferð. Hunangsgelið er hægt að setja yfir eigin neglur þannig að þær vaxi fram og verði sterkar. Einnig er hægt að framlengja eða búa til neglur úr gelinu. Eigin neglur koma mjög vel undan gelinu því það er hægt að leysa þær upp á 10 – 15 mínútum. Í stuttu máli má segja að neglurnar séu þunnar, sveigjanlegar, sterkar og náttúrulegar.

Við leggjum áherslu á notalegt og rólegt umhverfi,
með slökunartónlist og kertaljósum.

 

FYRIR HERRA

Karlmenn eru í meira mæli en áður farnir að sækja snyrtistofur, enda þurfa þeir líka að hugsa um húðina og líkamann. Í boði fyrir herra eru andlits- og líkamsmeðferðir, nudd, vax, airbrush, fótsnyrting og handsnyrting. Hjá okkur fást einnig snyrtivörur frá [ comfort zone ] sem er sérstaklega hannað fyrir herra. Strákar verið velkomnir!!

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search