VAXMEÐFERÐIR (sjá verðlista)
Vaxmeðferð á líkamann er framkvæmd með heitu vaxi í rúllu sem er borið varlega á líkamann og kippt af með strimli. Vaxið er til fyrir mismunandi húðgerðir.
Húðin verður mjúk á eftir og laus við hár í 3-6 vikur.
Með reglulegum vaxmeðferðum minnkar hárvöxturinn, hárin verða fíngerðari og vaxa hægar.
Hægt er að fá sérstakar ambúlur eftir vax sem draga enn frekar úr hárvextinum með virkum efnum, þær eru kælandi, fyrirbyggja inngróin hár og lýsa þau og hárin koma fíngerðari til baka.
Auk þess er til krem sem hefur svipaða virkni ásamt því að róa og kæla húðina, og er það notað fyrstu dagana eftir vaxmeðferðir. Vaxmeðferðir eru framkvæmdar á andlit og líkama
ATH! Comfort snyrtistofa notar eingöngu mjúkt perluvax í öllum sínum vaxmeðferðum og er sársaukaminna en flest annað vax sem er í boði á markaðnum í dag. Notum eingöngu pottavax í Brasilísku vaxi, náravaxi og undir höndum þ.e “sársaukaminna vax”.
*Í brasilísku vaxi/Hollywood vaxi hjá okkur eru skapahár fjærlægð alla leið upp á afturenda og svo er ýmist skilin eftir rönd að framan,þríhyrningur eða allt fjarlægt. Allt eftir vali hvers og eins, svokallað “Hollywood vax”.
Kókosilmolíunudd 40/55 mín
Einstaklega gott nudd með ilmkjarnaolíum sem auka áhrif slökunar á sál og líkama.
NUDD 15-80 mín.
Boðið er uppá heilnudd og partanudd. Heilnudd er 60 mínútur og partanudd er 30 mínútur. Í partanuddi getur viðskiptavinur valið hvaða 2-3 partar eru nuddaðir. Þetta er slökunarnudd þar sem nuddað er frá fótum og upp í höfuð. Þeir sem vilja fá kröftugt nudd vegna vöðvabólgu geta fengið það í bland. Nudd sem hentar öllum er vilja dekra við sig eða aðra. Nudd örvar blóðrásar og sogæðakerfi og er einstaklega stinnandi fyrir húðina.
Djúpslökunarnudd (60 mín )
Djúpt olíu nudd sem losar líkamann við streitu.
Heilnudd ( 60 mín )
Klassískt vöðvanudd í bland við slökun, tekið vel á hálsi, herðum og baki.
Partanudd ( 15/30 mín )
Nuddaðir eru 1-3 líkamspartar ( fætur, bak, herðar, hendur, bringa, höfuð, val hvers og eins )
HEITSTEINANUDD 45-90 mín.
Djúp mýkjandi áhrif og ánægjuleg meðferð sem veitir mikilvæg afeitrandi, slakandi og vatnslosandi ahrif fyrir tilstilli heitra basaltsteina og ilmkjarnaolía. Dregur úr vöðvaverkjum og örvar efnaskipti líkamanns. Mælt er með djúphreinsun fyrir meðferð.
Húðin verður mjúk á eftir og laus við hár í 3-6 vikur.
Með reglulegum vaxmeðferðum minnkar hárvöxturinn, hárin verða fíngerðari og vaxa hægar.
Hægt er að fá sérstakar ambúlur eftir vax sem draga enn frekar úr hárvextinum með virkum efnum, þær eru kælandi, fyrirbyggja inngróin hár og lýsa þau og hárin koma fíngerðari til baka.
Auk þess er til krem sem hefur svipaða virkni ásamt því að róa og kæla húðina, og er það notað fyrstu dagana eftir vaxmeðferðir. Vaxmeðferðir eru framkvæmdar á andlit og líkama