ANDLITSBAÐ 90 mín.
Andlitsmeðferð þar sem valdar eru vörur með tilliti til húðgerðar. Meðferðin felur í sér yfirborðshreinsun, plokkun/vax, djúphreinsun, kreistun ef þarf, serum, 20 mín. nudd á axlir, háls, andlit og höfuð, maski valin eftir húðgerð í lokin, augnkrem og dagkrem. Plokkun/vax innifalin.
LÚXUS ANDLITSMEÐFERÐ 105 mín.
Meðferðin byggist eins upp og 90 mínútna andlitsbað nema hér bætist við handanudd, fótanudd með heitum steinum, mjög virkur augnmaski ( dregur úr þrota,mýkir fínar línur og lýsir bauga, varamaski og lúxus andlitsmaski sem er blandaður á staðnum. Plokkun/vax innifalin.
ANDLITSBAÐ (nudd og maski ) 40/60 mín
Yfirborðshreinsun, djúphreinsun, serum valið eftir húðgerð, nudd á bringu, herðar, háls og andlit. Maski borin á með áherslu á húðgerð og markmiði meðferðar. Viðeigandi andlits og augnkrem borin á í lokin. Tilvalin meðferð með litun og plokkun fyrir þær sem vilja ná betri slökun.
Dekur nútímakonunnar 45 mín.*
Hentar þeim sem vilja hressa upp á augabrúnirnar en fá smá dekur í leiðinni með nuddi og lúxusmaska.
COMFORT fyrir andlit og augu (60 mín)*
Yfirborðshreinsun, virk lausn borin á húð til endurnýjunar, litun og plokkun/vax á brúnir og augnhár, nudd og sérstakur maski valin eftir húðgerð og tilgangi meðferðar. Allt sem þú þarft til að fríska þig við! Þessi meðfeð er hönnuð af eiganda stofunnar og hefur verið ein sú vinsælasta frá upphafi.
Ljómi 50 mín.*
Þessi meðferð veitir húðinni mikinn raka og ljóma og gefur slökun með herða og höfuðnuddi og fylgir litun og plokkun á augabrúnum með.
Slökun og vellíðan 55 mín.*
Þessi meðferð er ólík öllum öðrum meðferðum á stofunni og hefst á yndislegu baknuddi. Hér er leitast við að ná hámarksslökun og vellíðan með sérstöku japönsku þrýstipúnktanuddi á andlit og hendur. Meðferðin hentar vel viðkvæmri húð þar sem að vörurnar eru ilmefnalausar og endar á lúxusmaska.
HÚÐHREINSUN 40/60 mín.
Yfirborðshreinsun, djúphreinsun og hitalampi, hreinsun á fílapenslum og öðrum óhreinindum. Maski í lok meðferðar til að róa og sefa. Augn- og andlitskrem er borið á í lokin. Við mælum með að fólk panti 60 mín.húðhreinsun svo hægt sé að fara vel yfir öll óhreinindi en einnig til að meta hvort viðkomandi þurfi seinna á 40 eða 60 mín.húðhreinsun að halda!
40 mín.meðferðin hentar þeim sem eru með minniháttar óhreinindi eða staðbundið.
Green te-hreinsandi meðferð 60 mín*
Meðferðin felur í sér yfirborðshreinsun, kornamaska, djúphreinsun, höfuðnudd, litun og plokkun á brúnir og Green tee maska. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og byggir á að örva blóðflæði húðar og hárs. Hreinsun, næring og styrking með tilstilli þörunga og græn tes sem er 100 sinnum öflugra en c-vítamín.
* þessar meðferðir eru hannaðar af eiganda Comfort snyrtistofu og fást því einungis þar og hafa slegið í gegn síðustu ár þar sem markmiðið er að viðskiptavinurinn upplifi magn og gæði fyrir bætt útlit.