GELNEGLUR MEÐ FRAMLENGINGU/tips og french eða litað gel  90-120 mín.

Neglurnar henta vel sem styrking á lélegar neglur og neglur sem hafa verið nagaðar.
Ekkert er límt á náttúrulegu neglurnar og þær eru ekki pússaðar niður. Gelið sem er notað er náttúrelegt hunangsgel eða soak of gel. +I einstaka tilfellum þarf að líma gerfineglur á sem eru þunnir “toppar”
Hægt er að fá styrkingu með glæru eða lituðu geli eða french manicure bæði á eigin neglur og lengdar. Meðferðin hefst á léttri handsnyrtingu þar sem naglabönd eru snyrt. Sérstök mót eru sett undir nöglina og hún lengd fram með gelinu. Svo er nöglin styrkt með french, glæru eða lituðu geli að eigin vali.

Þessi gel hvorutveggja hafa verið mjög vinsæl um allan heim vegna endingar og nátturelgs útlits.

 LAGFÆRING  60-90 mín.

Komið er á 3-5 vikna fresti í lagfæringu, gelið er leyst af með 100% acenton lausn( sérstaklega hannað af Bio Sculpting ) og létt pússað yfir nöglina og naglaböndin snyrt.  Sett er nýtt gel í hvert skipti.

Með professionails er gelið pússað niður að mestu leyti og nýtt gel sett svo aftur yfir.

GEL Á EIGIN NEGLUR (glært,fench eða litað) 60-90 mín.

Gelið er sett beint á eigin neglur án framlengingar. Þetta hentar vel fyrir þær sem vilja láta neglurnar vaxa án framlengingar. Meðferðin hefst á léttri handsnyrtingu þar sem naglabönd eru snyrt og neglur mótaðar.

LOSUN Á GELI OG HANDSNYRTING 30 mín.

Ef viðskiptavinur vill hvíla sig á gelinu þá bjóðum við upp á losun á gelinu, pússun og næringu að því loknu. Mjög mikilvægt er að neglurnar séu teknar af á réttan hátt og nærðar vel. Séu þær rifnar eða kroppaðar af er hætta á að náttúrulegu neglurnar rifni upp með gelinu ( efsta lagið )sem verður til þess að neglurnar þynnast og veikjast.

Sendu okkur skilaboð

Þú getur sent okkur skilaboð hér og við verðum í sambandi.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search