Fylgstu með okkur á Facebook
Fréttir
.: Fréttir
11.11.2011 - Nýjasta nýtt!

Berglind, eigandi stofunnar hefur nú lært að setja augnháralengingar og þéttingar með hárum frá Lash be long.

Augnháralengingar og þéttingar með Lash be long er það  nýjasta í dag (það sem stjörnurnar nota).
 
Augnhárin eru límd eitt og eitt á nýjasta náttúrulega hárið eða það styðsta í flestum tilfellum þar sem að
stöðug endurnýjun er á náttúrulega hárinu og því detta þau lengstu af fyrst.
 Hárin eru svört og koma uppbrett eða sveigð og fást í 4 mismunandi lengdum.
Lash be long býður einnig uppá að þétta augnahárin með svokölluðum volume hárum og er tilvalið fyrir þær sem eru með fá augnahár eða óþétt augnhár.

Mælt er með að lita augnhárin áður sérstaklega þær sem hafa ljós augnhár.
Eftir augnháralengingu er maskari óþarfur en sumar kjósa að bæta honum við
 og þá verður að passa að hann sé ekki vatnsheldur og augnhreinsirinn innihaldi ekki olíu, olían hefur losandi áhrif á límið!

 Full lenging er um 30-40 hár á hvort auga. Einstaklingsbundið.
 Meðferðin tekur um 2 klst.þ.e fullt sett og viðskiptavinur nýtur þess að slaka á í rólegu umhverfi.
 Endingin er 4-8 vikur en mælt er með endurkomu eftir 4- 6 vikur fyrir þær sem vilja halda þessu við með reglulegu millibili.

Tilvalið fyrir eitthvað ákveðið tilefni eins og brúðkaup eða árshátið ef þú vilt líta extra vel út eða allan ársins hring og vera alltaf fín um augun!
Lash be long er ofnæmisprófað

 

Til baka

Álfheimar 6 - 104 Reykjavík - S: 578 7077 - Hafa Samband |